Lez Jungle samfélagið
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Nýtt útlit og ný stigaheiti

4 posters

Go down

Dökkt vs. ljóst?

Nýtt útlit og ný stigaheiti Vote_lcap38%Nýtt útlit og ný stigaheiti Vote_rcap 38% 
[ 9 ]
Nýtt útlit og ný stigaheiti Vote_lcap38%Nýtt útlit og ný stigaheiti Vote_rcap 38% 
[ 9 ]
Nýtt útlit og ný stigaheiti Vote_lcap24%Nýtt útlit og ný stigaheiti Vote_rcap 24% 
[ 6 ]
 
Samtals atkvæði : 24
 
 

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by heybe 20/12/2010, 04:31

Hæ stelpur,

nú vantar mig smá hjálp! Eins og þið hafið kannski tekið eftir eru óþolandi myndir hér á síðunni merktar "upgrade to pro". Þær þvælast stundum fyrir manni svo mig langar virkilega til þess að losna við þær. Málið er að aðilinn sem á þemað sem við notum hýsir myndirnar sem fylgja þemanu á Photobucket og þarf að uppfæra í pro aðgang því það eru of margir að nota þemað. Nú er þetta búið að vera vandamál svolítið lengi þannig að ég held að það séu litlar líkur á því að eigandinn fari að laga þetta, þetta er gamalt þema og hann er líklega ekkert að hugsa um það.

En hér er vandamálið, við höfum haft sama þema síðan í apríl 2008, þegar síðan var opnuð! Svo ég verð að viðurkenna að ég er örlítið taugaveikluð fyrir breytingum. En breytingar þurfa ekki alltaf að vera slæmar svo mig langar til þess að hafa ykkur allar með í ákvörðunum um nýtt útlit. Til að byrja með langar mig til þess að biðja ykkur um að kjósa á milli dökkt vs. ljóst.

Ég ætla að sjá hvernig niðurstöðurnar verða og fer þá að skoða þemun betur og við munum líklega prófa 2-3 og svo fáið þið að velja á milli.

Annað, það er kominn tími til þess að uppfæra stigaheitin hér á spjallinu. Á sínum tíma henti ég einfaldlega einhverju inn og hef svo ekkert hugsað um þetta síðan. Eins og er þá lítur þetta svona út:

Sykurkleina 1 innlegg
Closet Case 10 innlegg
Out 'n Proud 50 innlegg
Klámfíkill 100 innlegg
Leður-Lessa 120 innlegg
Butch 140 innlegg
Femme 180 innlegg
Dyke On A Bike 200 innlegg
Muffmuncher 250 innlegg
Dragkóngur 300 innlegg
Lipstick Lesbian 450 innlegg

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða skoðanir á nýjum heitum þá megið þið endilega koma með uppástungur! Þið getið sent mér skilaboð hér eða tölvupóst á lezjungle@gmail.com

Yfir & út,

heybe
heybe
heybe
Vefstjóri
Vefstjóri

Fjöldi innleggja : 1544
Age : 36
Staðsetning : Hafnarfjörður
Skap : Nýtt útlit og ný stigaheiti Fine
Registration date : 21/04/2008

http://lezjungle.com

Til baka efst á síðu Go down

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Re: Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by Gestur 21/12/2010, 12:51

Ég hugsa að ljósara frekar en dökkt kæmi til greina...allavega af minni hálfu Smile

Ég er sjálf ekkert svakalega akktví hérna inni að skrifa þó að ég komi reglulega inn og skoði og lesi greinar og annað sem hefur verið sett inn svo að ég hef ekki náð mér upp úr closet case hahaha...væri gaman að hafa kannski bara 20 innlegg á milli fram að klámfíkill !!??

En allavega líst mér svakalega vel á að heyra að það eigi að gera eitthvað í málunum varðandi síðuna og gaman að sjá hvernig þetta mun koma út Smile

Jólakveðjur santa

Gestur
Gestur


Til baka efst á síðu Go down

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Re: Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by Steina 2/1/2011, 21:30

finnst bara að það megi vera fjólublátt í þemanu einhverstaðar einhvernvegin og þá er ég voða ánægð Smile

Dyka on a byke mætti vera bara Dyke

öllu heitin annað hvort á íslensku eða ensku (ensku frekar) svona að mínu mati Smile

hafa jafnt bil á milli stigaheita? alltaf 25 pósta eða e-d álíka

bara hugmyndir Smile

Steina
Muffmuncher
Muffmuncher

Fjöldi innleggja : 221
Age : 32
Staðsetning : Reykjavík
Skap : Nýtt útlit og ný stigaheiti Yeehaw
Registration date : 26/08/2009

https://www.facebook.com/steina.natasha

Til baka efst á síðu Go down

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Re: Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by astatine 3/1/2011, 09:45

Ég myndi halda að það væri skemmtilegt að skipta svolítið ört á stigaheiti til að byrja með, þá m.a. vegna þess hve mismunandi er hve mikið fólk kommentar - sumir kommenta lítið en eru samt vel virkir, og skiptist því hægt á stigaheitum. Hins vegar kommenta sumir mikið og það þyrfti heila gommu af nöfnum til að skipta alltaf um stigaheiti með jafn reglulegu millibili.

Ég myndi halda að eitthvað stigvaxandi líkt og...:
1 innlegg
10 innlegg
25 svo á 25 innleggja fresti til 200.
200 - 500 á 50 innleggja fresti.
5oo - 1000 á 100 innleggja fresti.
1000 - 2000 á 200 innleggja fresti osfr.

...gæti verið hugmynd, en það gæfi að það þyrfti um 27 stigaheiti til að ná upp í 2000, sem er ekki óyfirstíganlegur fjöldi.

Mér finnst íslensku heitin skemmtileg og persónulega þætti mér skemmtilegra að hafa allt á íslensku en á ensku. En það gæti verið bara ég. Finnst ekkert að því að hafa þetta blandað. Get þó ekki sagt að ég sé stútfull af hugmyndum varðandi ný stigaheiti.

Verður gaman að fylgjast með breytingunum á síðunni, hverjar sem þær svosum verða Smile
astatine
astatine
Kynvillingur
Kynvillingur

Fjöldi innleggja : 277
Age : 39
Staðsetning : Skotland
Skap : Nýtt útlit og ný stigaheiti Fine
Registration date : 07/08/2008

Til baka efst á síðu Go down

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Re: Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by blondine 3/1/2011, 10:03

eftir 1000 stig held ég að það fari ekki upp í fleiri Smile ég er allavega búin að vera lipstick lesbian for a long time Wink
blondine
blondine
Blúndublíð
Blúndublíð

Fjöldi innleggja : 1936
Age : 32
Staðsetning : Akranes
Skap : Nýtt útlit og ný stigaheiti Cheeky
Registration date : 24/04/2008

http:// facebook.com/totasigurdar

Til baka efst á síðu Go down

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Re: Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by Gestur 3/1/2011, 14:46

Ég væri til í að sjá síðuna aðeins léttari yfirlitum, ljósari og með svörtum texta - öfugt við það sem er núna. Td með regnbogaþema eða álíka Smile

Varðandi þessa stigagjöf er ég sammála astatine - hafa örari nafnabreytingar til að byrja með og svo breikka bilið á milli. Það má alveg hafa orðin á bæði íslensku og ensku - ekki eru allir notendur hérna inni sem tala íslensku...

Mér finnst barbableik krúttleg viðbót ... annars dettur mér svo sem ekkert sérstakt í hug Smile

Gestur
Gestur


Til baka efst á síðu Go down

Nýtt útlit og ný stigaheiti Empty Re: Nýtt útlit og ný stigaheiti

Innlegg by Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum